Framboðslisti Miðflokksins í Suðurkjördæmi var samþykktur með 93% greiddra atkvæða á félagsfundi kjördæmisins í kvöld. Birgir Þórarinsson, þingmaður Miðflokksins, leiðir listann. Í öðru sæti er Erna Bjarnadóttir og í þriðja sæti er Heiðbrá Ólafsdóttir.

Athygli vekur að Karl Gauti Hjartarson er ekki á listanum en hann sóttist eftir því að leiða listann. Karl skipti yfir í Miðflokk­inn árið 2018. Hann var kjör­inn á þing sem þingmaður Flokks Fólksins.

Tveir Eyjamenn eiga sæti á listanum en það eru frændurnir Guðni Hjörleifsson og Hafþór Halldórsson.

Framboðslistinn í heild sinni er eftirfarandi:

Birg­ir Þór­ar­ins­son, Vog­um Vatns­leysu­strönd
Erna Bjarna­dótt­ir, Hvera­gerði
Heiðbrá Ólafs­dótt­ir, Rangárþingi eystra
Guðni Hjör­leifs­son, Vest­manna­eyj­um
Ásdís Bjarna­dótt­ir, Flúðum Hruna­manna­hreppi
Davíð Brár Unn­ars­son, Reykja­nes­bæ
Guðrún Jó­hanns­dótt­ir, Árborg
Gunn­ar Már Gunn­ars­son, Grinda­vík
Magnús Har­alds­son, Hvols­velli
Sigrún Þor­steins­dótt­ir, Reykja­nes­bæ
Bjarni Gunn­ólfs­son, Reykja­nes­bæ
Ari Már Ólafs­son, Árborg
Svana Sig­ur­jóns­dótt­ir, Kirkju­bæj­arklaustri
Hulda Krist­ín Smára­dótt­ir, Grinda­vík
Hafþór Hall­dórs­son, Vest­manna­eyj­um
Hrafn­hild­ur Guðmunds­dótt­ir, Þor­láks­höfn
Sól­veig Guðjóns­dótt­ir, Árborg
Eggert Sig­ur­bergs­son, Reykja­nes­bæ
Elv­ar Ey­vinds­son, Rangárþingi eystra
Ein­ar G. Harðar­son, Árnes­sýslu

SKL jól