Náttúrustofa Suðurlands hefur í sumar skoðað í lundaholur og samkvæmt þeirra niðurstöðum er von á fyrstu pysjunum fljótlega eftir Þjóðhátíð. Þetta kemur fram á facebook-síðu Pysjueftirlitsins.
Skráningar hjá eftirlitinu hafa verið góðar síðustu tvö ár en í fyrra var 7651 pysja skráð sem var annað besta ár frá upphafi skráninga en 2019 fundust 7706 pysjur.