Fréttum af nýjustu bylgju covid faraldursins hafa verið áberandi síðustu daga en þrír eru inniliggjandi á Landspítalanum og 369 í eftirliti á Covid-göngudeild spítalans, þar af 28 börn. Lítið hefur farið fyrir féttum af smitum í Vestmannaeyjum en samkvæmt heimildum Eyjafrétta eru komin upp nokkur smit í Eyjum. “Ég get staðfest það að tessi nýja covid bylgja á landinu hefur náð til Eyja. Ég vil ekki nefna tölur en það er verið að fara yfir stöðuna og ljóst að einhver hópur af fólki mun lenda í sóttkví. Við erum ekki að tala um hópsmit í Eyjum eins og staðan er núna en við hvetjum sem áður alla til að huga að eigin sóttvörnum. Við erum á viðkvæmum tímapunkti og ljóst að allir þurfa standa saman í framhaldinu til að halda þessari blessuðu veiru í skefjum,” sagði Davíð Egilsson svæðislæknir sóttvarna í Vestmanneyjum