Íslandsmót golfklúbba 2021 í efstu deild kvenna – og karla fór fram dagana 22.-24. júlí. Golfklúbbur Vestmannaeyja sendi lið til keppni bæði í karla og kvenna flokki í efstu deild. GR fagnaði tvöföldum sigri en bæði kvenna – og karlalið Golfklúbbs Reykjavíkur sigruðu í úrslitaleikjunum. Strákarnir í GV enduðu í fjórða sæti en GOS hafði betur gegn GV í úrslitaleik um bronsið. Stelpurnar höfnuðu í 7. sæti og héldu sæti sínu í deildinni með sigri á Golfklúbbnum Oddi í fallslag.

Lokastaðan í 1. deild. kvenna:

1. Golfklúbbur Reykjavíkur, GR
2. Golfklúbbur Mosfellsbæjar, GM
3. Golfklúbbur Akureyrar, GA
4. Golfklúbbur Kópavogs og Garðabæjar; GKG
5. Golfklúbburinn Keilir, GK
6. Golfklúbbur Skagfafjarðar, GSS
7. Golfklúbbur Vestmannaeyja, GV
8. Golfklúbburinn Oddur, GO
*GO fellur í 2. deild.

Lokastaðan í 1. deild. karla:
1. Golfklúbbur Reykjavíkur, GR
2. Golfklúbbur Kópavogs og Garðabæjar, GKG
3. Golfklúbbur Selfoss, GOS
4. Golfklúbbur Vestmannaeyja, GV
5. Golfklúbbur Akureyrar, GA
6. Golfklúbbur Mosfellsbæjar, GM
7. Golfklúbbur Suðurnesja, GS
8. Golfklúbburinn Keilir, GK
*Keilir fellur í 2. deild.