Karl Gauti Hjaltason, þingmaður Miðflokksins í Suðurkjördæmi og fyrrverandi sýslumaður í Vestmannaeyjum, mun leiða lista Miðflokksins í Suðvesturkjördæmi fyrir komandi kosningar í september.

Eyjafréttir greindu frá því nýverið að ekki hafi verið að finna nafn Karls Gauta á lista flokksins í Suðurkjördæmi sem kynntur var nýverið. En Karl Gauti var upprunalega frambjóðandi Flokksins Fólksins í því kjördæmi í kosningunum 2017 og settist á þing fyrir þann flokk.

Framboðslisti Miðflokksins var samþykktur með 83% greiddra atkvæða á félagsfundi kjördæmisins fyrr í dag.

Eins og fyrr segir mun Karl Gauti Hjaltason, þingmaður Miðflokksins, leiða listann. Í öðru sæti er Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir og í þriðja sæti er Brynjólfur Þorkell Brynjólfsson.

Listan í heild sinni má nálgast á vef Miðflokksins.

SKL jól