Hörður Orri Grett­is­son, formaður þjóðhátíðar­nefnd­ar, seg­ir nefnd­ina skoða það að sækja um rík­is­styrk eft­ir að þurfti að fresta Þjóðhátíð í Eyj­um annað árið í röð eft­ir að inn­an­land­stak­mark­an­ir voru hert­ar í síðustu viku. Frá þessu er greint á vef mbl.is í morgun

„Það er ómögu­legt að segja hvort við fáum ein­hvern styrk frá rík­inu, en okk­ur fynd­ist það eðli­legt þegar lokað er á hátíðina með viku fyr­ir­vara. Það er stjórn­valdsaðgerð og því hljóta yf­ir­völd að hafa tekið áhrif­in af henni með í reikn­ing­inn. Rík­is­stjórn­in hlýt­ur að hafa gert það,“ seg­ir hann við í um­fjöll­un um mál þessi í Viðskiptamogg­an­um í dag.

ÍBV fékk enga rík­is­styrki í fyrra vegna tekjutaps­ins sem varð en á móti kom að fé­lagið fékk styrki úr ýms­um átt­um í fyrra; Vest­manna­eyja­bær styrkti það um 20 millj­ón­ir króna og einnig nokk­ur stönd­ug fyr­ir­tæki í Vest­manna­eyj­um. „Þess­ir styrk­ir komu okk­ur fyr­ir horn í fyrra og við náðum rétt svo að lifa þetta af. Það óskuðu ein­hverj­ir í fyrra eft­ir því að flytja miðana sína í staðinn fyr­ir end­ur­greiðslu svo fé­lagið gat flotið áfram á þeim aur­um.“

Íris Ró­berts­dótt­ir, bæj­ar­stjóri Vest­manna­eyja, seg­ir mikið áfall fyr­ir sam­fé­lagið allt að hátíðinni skuli vera frestað annað árið í röð.