Brennan á Fjósakletti verður síðar í sumar eftir að samkomutakmörkunum hefur verið létt að nýju. Haraldur Pálsson framkvæmdarstjóri ÍBV íþróttafélags sagði í samtali við Eyjafréttir að til hafi staðið að tendra bálið annað kvöld og viðræður við yfirvöld verið á þann veg. “Við erum búin að vera í samtali við þau um þetta í dag. Það er okkar mat að þessu hafi verið settar það þröngar skorður að við sáum okkur ekki fært um að uppfylla öll þau skilyrði. Úr varð að fresta þessu þar til losað hefur verið um einhverjar samkomutakmarkanir. Þá getum við ef til vill boðið fleirum að njóta með okkur en nánari útfærsla á því kemur í ljós síðar”.

 

Framtíðarstarf í Vinnslustöðinni