Það er óneitanlega sérstakt að fara um Herjólfsdal að morgni fimmtudags fyrir Þjóðhátíð og sjá dalinn í fullum skrúða. Vitinn, Myllan Hofið og brúin allt á sínum stað en engin verður þó Þjóðhátíð í dalnum þessa verslunarmannahelgi. Brennumenn héldu sitt árlega brennuslútt í gærkvöldi þar sem því var fagnað að brennan á Fjósakletti væri fullreyst og hátíðarfær. Brennumenn stefna á að tendra upp klukkan 22:00 á föstudagskvöld en ekki á sunnudag eins og áður hafði verið auglýst er þetta gert að höfðu samráði við löggæsluyfirvöld að þeirra sögn.

Prúðbúinn Herjólfsdalur í morgunsárið