Fyrir bæjarráði í gær lá erindi frá Bergi ehf. dags. 20. júlí sl., þar sem Vestmannaeyjabæ er boðinn forkaupsréttur að Bergi VE-44, með vísan til 3. mgr. 12. gr. laga nr. 116/2006, um stjórn fiskveiða. Í erindinu kemur fram að verði af sölu skipsins, seljist það án aflahlutdeilda, aflamarks og án allrar viðmiðunar um aflareynslu og annarra réttinda.

Bæjarráð þakkar Bergi ehf. fyrir upplýsingarnar um fyrirhugaða sölu skipsins og áréttingu um forkaupsrétt Vestmannaeyjabæjar með vísan til laga nr. 116/2006, um stjórn fiskveiða. Þar sem skipið verður selt án aflahlutdeilda telur bæjarráð ekki forsendur fyrir því að nýta forkaupsréttinn í þessu tilviki og fellur því frá honum.