Fimmtán er­lend­ir ferðamenn sem um borð voru í Herjólfi í gær greind­ust all­ir smitaðir af Covid-19. Ferðamenn­irn­ir fengu já­kvæðar niður­stöður úr sýna­töku er komið var í Heima­ey. Frá þessu er greint á mbl.is.

„Það voru farþegar í gær sem voru að ferðast frá Land­eyja­höfn til Vest­manna­eyja sem fengu sím­tal eft­ir að þeir komu til eyja um að þeir væru með já­kvæðar niður­stöður,“ staðfest­ir Hörður Orri Grett­is­son, fram­kvæmda­stjóri Herjólfs í samtali við mbl.is.

„Við fáum í raun og veru bara upp­lýs­ing­ar frá lög­regl­unni í Vest­manna­eyj­um sem ann­ast þessa rakn­ingu og feng­um leiðbein­ing­ar frá henni. Þessi hóp­ur fór síðan yfir í Land­eyja­höfn aft­ur og þau sátu í rútu inni á bíla­dekki.“

Hörður seg­ir að ákveðnar vinnu­regl­ur séu til taks ef svona lagað kem­ur upp og gripið var til þeirra. „Við feng­um síðan upp­lýs­ing­ar um hvernig við ætt­um að haga okk­ur og hvað við þyrft­um að gera frá rakn­ing­ar­t­eym­inu.“