Í dag, þriðjudaginn 3. ágúst, eru  fjórtán einstaklingar í einangrun í Vestmannaeyjum vegna Covid-19 og þrjátíu í sóttkví. Tólf þeirra sem nú eru í einangrun voru í sóttkví við greiningu. 

Áfram hvetjum við alla til að gæta sérlega vel að einstaklingsbundnum smitvörnum og almennum sóttvörnum, virða eins metra regluna, spritta hendur og nota andlitsgrímu. Þetta á við um alla einstaklinga hvort sem þeir hafa fengið bólusetningu eða ekki.

Allir sem finna fyrir minnstu flensueinkennum eru hvattir til að fara rakleitt í skimun og halda sig til hlés þar til niðurstaða úr skimun liggur fyrir. Á HSU í Vestmannaeyjum, Sólhlíð 10, eru tekin sýni alla virka daga kl. 13:00-13:15. Best er að skrá sig í sýnatöku gegnum vefsíðu Heilsuveru.is, en einnig má hafa samband við heilsugæslu (432 2500). Mæting í skimun er við inngang á 1. hæð, aðkoma frá Helgafellsbraut. ATH. Raðir geta myndast utan dyra á álagspunktum í sýnatöku og er fólk hvatt til að klæða sig eftir veðri. Allir sem mæta í sýnatöku þurfa að nota andlitsgrímu.