Þrátt fyrir að ekki hafi verið haldin hefðbundin Þjóðhátíð í Vestmannaeyjum,annað árið í röð, var víða glatt á Hjalla á Eyjunni. Fjölskyldur og vinir komu saman heima við og í einstaka hústjöldum sem reist höfðu verið í görðum víða um bæinn. Einnig sóttu margir Eyjarnar heim og var því mannlífið iðandi. Á opnum Instagram-reikningum var gleði og veðursæld áberandi. Nokkrar slíkar myndir má sjá hér.