Hjá lögreglustjóranum í Vestmannaeyjum eru lausar til umsóknar fjórar stöður lögreglumanna. Gert er ráð fyrir því að lögreglustjóri setji í stöðurnar frá og með 1. september 2021 með skipun í huga að fjögurra mánaða reynslutíma loknum. Auglýsingu um störfin má finna má finna á vef Stjórnarráðsins.

Möguleiki að ráða ólærða
Umsækjendur skulu hafa lokið prófi frá Lögregluskóla ríkisins eða diplómaprófi í lögreglufræðum sem jafngildir a.m.k. 120 stöðluðum námseiningum, þ.m.t. starfsnámi á vegum lögreglunnar. Aukin menntun sem nýtist í starfinu er kostur. Lögreglustjóri mun nýta sér heimild í lögreglulögum til að ráða starfsmenn sem ekki hafa lokið prófi frá Lögregluskóla ríkisins eða diplómaprófi í lögreglufræðum, að því gefnu að ekki fáist menntaðir lögreglumenn í stöðurnar. Umsóknarfrestur er til og með 20.08.2021.