Afli í júlí var 87 þúsund tonn

Landaður afli í júlí 2021 var rúm 87 þúsund tonn sem er 2% minni afli en í júlí 2020. Botnfiskafli var tæp 29 þúsund tonn, 9% minni en árið 2020. Af botnfisktegundum var þorskur um 18 þúsund tonn sem er 9% minni afli en í júlí 2020. Uppsjávarafli var 55,6 þúsund tonn í júlí og […]