Í nýlegri samantekt Byggðastofnunar á byggðafestu og búferlaflutningum sveitarfélaga kemur meðal annars fram að íbúar í Þorlákshöfn eru ánægðastir með búsetu sína en Reykvíkingar austan Elliðaár óánægðastir. Könnunin var unnin af Maskínu haustið 2020 og var markmið könnunarinnar að varpa ljósi á ýmsa þætti sem tengjast byggðafestu og búferlaflutningum í stærri bæjum og á höfuðborgarsvæðinu.

Fram kemur meðal annars í samantekt að Þorlákshafnarbúar eru þeir ánægðustu með búsetu sína eftir bæjarfélagi. Þar eru allt í allt 96% íbúa frekar eða mjög ánægðir með búsetuna. Þar á eftir koma Grindvíkingar, Hvergerðingar og Skagamenn. Í níunda sæti eru íbúar í Vestmannaeyjum.

18% Eyjamanna telja einnig að lífsskilyrði sín hafi versnað að einhverju leyti en 26% segja að skilyrði hafi hvorki né breyst. Aðeins íbúar Reykjavíkur og Reykjanesbæjar eru með sambærilegt eða hærra hlutfall vegna versnandi lífsskilyrða.

Eyjamenn meta staðinn og samfélagið mikilvægt.

Mikilvægi staðarins sem slíks virðist skipta svarendur Vestmannaeyinga miklu máli. Þar voru þeir efstir ásamt Ísfirðingum og Húsvíkingum. Svipað mátti segja um mikilvægi samfélagsins á staðnum en þar voru Eyjamenn aftur efstir ásamt íbúum Þorlákshafnar og Ísafjarðar. Athygli vekur að bæir í nálægð við höfuðborgarsvæðið virðast ekki meta mikilvægi staðarins eða samfélagsins á svæði sínu með sama hætti.

Myndin sýnir að 69% aðspurðra Eyjamanna ólust upp að miklu eða öllu leyti í Vestmannaeyjum.
Myndin sýnir að 69% aðspurðra Eyjamanna ólust upp að miklu eða öllu leyti í Vestmannaeyjum.

Ánægju vekur að í Vestmannaeyjum er með hvað hæsta hlutfall þeirra íbúa sem búa enn á sama stað og þeir eru ólust upp, hvort sem það er að hluta til eða að heild. Einnig er hátt hlutfall maka svarenda einnig uppaldir í Vestmannaeyjum ásamt því sem að fram kemur að búseta fjölskyldu og vina Eyjamanna er innan sama sveitarfélags. Af því má draga þá ályktun að hér séu íbúar heimakærastir og vilji verja ævinni.

Samantektina má lesa hér.