Íslandsmót golfklúbba í 2. og 3. deild karla +50 ára flokki fer fram á Vestmannaeyjavelli hjá Golfklúbbi Vestmannaeyja dagana 19.-21. ágúst.

Alls eru 8 klúbbar sem taka þátt og þar sem að keppt er um Íslandsmeistaratitilinn í 2. deild 2021 í +50 ára. Neðsta liðið fellur í 3. deild. Leikið er í tveimur riðlum og komast tvö efstu liðin í undanúrslit.

Hægt er að fylgjast með úrslitum á golf.is og auðvitað með því að mæta á völlinn og fylgjast með okkar bestu kylfingum spila holukeppni. Hér má sjá sveit GV sem tekur þátt í mótinu. Hana skipa Aðalsteinn Ingvarsson, Guðjón Grétarsson, Hlynur Stefánsson, Helgi Bragason, Helgi Sigurðsson, Jóhann Pétursson, Jónas Jónasson, Sigurjón Hinrik Adolfsson og Sigurjón Pálsson, undir styrkri liðsstjórn Eyþórs Harðarsonar og Sævars Guðjónssonar.