Í hádeginu í dag fóru skráðar lundapysjur hjá Pysjueftirlitinu yfir 4000 og eru þegar þetta er ritað 4004 skráðan en af þeim hafa 2334 verið vigtaðar og er meðalþyngd 319 sem er umtalsvert hærra en síðustu ár sem eykur lífslíkur fuglanna til muna.

Nú er búið að skoða gögnin aðeins og hér má sjá hve margar pysjur hafa komið undanfarna daga. Eins og sjá má var hápunkturinn 11-13 ágúst. Nú er bara spurningin er pysjutímabilið senn á enda eða eigum við eftir að fá smá kipp aftur?

Nánar er rætt við Margréti Lilju Magnúsdóttur um Pysjueftirlitið og meðferð á lundapysjum í nýjasta tölublaði Eyjafrétta.