Aukin hreyfing, áskorun miðað við færni og ástríðutímar

Fræðslufulltrúi kynnti stöðuna á þróunar- og rannsóknarverkefninu Kveikjum neistann á fundi fræðsluráðs í gær. Verkefninu var formlega hleypt af stokkunum 17. ágúst sl. þar sem starfsdagur í GRV var helgaður verkefninu. Vinna í skólanum við undirbúning hefur þó staðið yfir í nokkurn tíma. Stofnuð hafa verið fimm teymi kennara miðað við áhersluþætti þróunarverkefnins og hófu […]

Hlaðvarpið – Gísli Stefánsson

Í tuttugasta og sjötta þætti er rætt við Gísla Stefánsson um líf hans og störf. Gísli ræðir við okkur um líf sitt, fjölskylduna, tónlistina, kirkjustarfið, pólitík og margt fleira. Í seinni hluta þáttarins fáum við að heyra stutta samantekt um Kirkjubæ, sem er unnin úr heimildum úr bók Guðjóns Ármanns Eyjólfssonar, Vestmannaeyjar byggð og eldgos, […]

Full afköst í sundlaugum og líkamsrækt

Heilbrigðisráðherra hefur fallist á tillögur sóttvarnalæknis um  tilslakanir frá núgildandi reglum sem voru ræddar á fundi ríkisstjórnar í morgun. Lagt er til að þær taki gildi þann 28. ágúst eða á laugardag og fela þær í sér full afköst í sundlaugum og líkamsrækt í stað 75% eins og verið hefur, iðkendum verði fjölgað í 200 […]

Ásthild­ur Lóa leiðir Flokk fólksins, Georg Eiður í 2. sæti

Flokk­ur fólks­ins hefur birt fram­boðslista sinn í Suður­kjör­dæmi fyr­ir kom­andi þing­kosn­ing­ar. Ásthild­ur Lóa Þórs­dótt­ir, kenn­ari og formaður Hags­muna­sam­taka heim­il­anna, skip­ar efsta sæti list­ans. Georg Eiður Arn­ars­son, hafn­ar­vörður og trillu­karl, skip­ar annað sætið og Elín Íris Fann­dal, fé­lagsliði og leiðsögumaður, er í þriðja sæti á list­an­um. Ásthild­ur Lóa Þórs­dótt­ir hef­ur gegnt for­mennsku í Hags­muna­sam­tök­um heim­il­anna frá […]

Eflum heilsugæsluna

Ég finn á ferðum mínum vegna kosninganna að fólk vill helst ræða heilbrigðismál og þjónustu heilbrigðiskerfisins. Heimsfaraldur COVID-19 hefur sjálfkrafa sett heilbrigðismál sem fyrsta lið á dagskrá þjóðmálaumræðunnar og á því máli eru ótal hliðar og mismunandi sjónarhorn. Útgjöld vegna heilbrigðiskerfisins eru stærstu póstar fjárlaga ríkisins og aukast í takti við vaxandi álag á heilbrigðiskerfið. […]

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.