Flokk­ur fólks­ins hefur birt fram­boðslista sinn í Suður­kjör­dæmi fyr­ir kom­andi þing­kosn­ing­ar. Ásthild­ur Lóa Þórs­dótt­ir, kenn­ari og formaður Hags­muna­sam­taka heim­il­anna, skip­ar efsta sæti list­ans.

Georg Eiður Arn­ars­son, hafn­ar­vörður og trillu­karl, skip­ar annað sætið og Elín Íris Fann­dal, fé­lagsliði og leiðsögumaður, er í þriðja sæti á list­an­um.

Ásthild­ur Lóa Þórs­dótt­ir hef­ur gegnt for­mennsku í Hags­muna­sam­tök­um heim­il­anna frá ár­inu 2017 og bar­ist fyr­ir rétt­ind­um fólks í kjöl­far efna­hags­hruns­ins 2008, ekki síst þeirra sem misstu heim­ili sín, að því er seg­ir í til­kynn­ingu frá flokkn­um.
Ásthild­ur hef­ur einnig verið virk í rétt­inda­bar­áttu kenn­ara og var kjör­in í stjórn og samn­inga­nefnd fé­lags grunn­skóla­kenn­ara árið 2018.

List­inn í heild sinni:
Ásthild­ur Lóa Þórs­dótt­ir – kenn­ari og formaður Hags­muna­sam­taka heim­il­anna
Georg Eiður Arn­ars­son – hafn­ar­vörður/​trillu­karl
Elín Íris Fann­dal – fé­lagsliði/​leiðsögumaður
Sigrún Berg­lind Grét­ars­dótt­ir – leik­skólaliði/​ör­yrki
Stefán Viðar Eg­ils­son – bíl­stjóri
Inga Helga Bjarna­dótt­ir – sjúkra­liði/​ör­yrki
Hall­grím­ur Jóns­son – vélamaður
Bjarni Páls­son – bak­ari
Jór­unn Lilja Jón­as­dótt­ir – ör­yrki
Heiða Rós Hauks­dótt­ir – ör­yrki
Jóna Ker­úlf – eldri borg­ari
Guðfinna Guðný Sig­ur­geirs­dótt­ir – eldri borg­ari
Rík­arður Óskars­son – ör­yrki
Jón Þór­ar­inn Magnús­son – golf­vall­ar­starfsmaður
Gutt­orm­ur Helgi Rafn­kels­son – vél­virki/​eldri borg­ari
Gunnþór Guðmunds­son – eldri borg­ari
María G. Blóm­kvist Andrés­dótt­ir – eldri borg­ari
Hjálm­ar Her­manns­son – mat­sveinn/​eldri borg­ari
Ámundi Hjör­leifs Elís­son – eldri borg­ari