Vegna ummæla oddvita sjálfstæðisflokksins í morgun finnst mér brýnt að eftirfarandi komi á framfæri:
1) Ég hef aldrei, og mun aldrei, tjá mig opinberlega um málefni einstaka starfsmanna hjá Vestmannaeyjabæ.
2) Hjá Vestmannaeyjabæ er alltaf unnið eftir ákveðnum verkferlum þegar upp koma mál er varða mögulegt einelti eða áreiti. Bæjarfulltrúar eða pólitískir nefndarmenn í ráðum á vegum bæjarins ákveða aldrei hvaða mál fara í slíka ferla og hver ekki. Slíkt væri ótækt með öllu.
3) Það er rangt að ég hafi ekki brugðist við beiðni hennar um upplýsingar. Samdægurs óskaði ég eftir því við stjórnsýslu bæjarins að öll gögn málsins yrðu gerð henni aðgengileg. Í stað þess að saka mig og ákveðna starfsmenn bæjarins um óheiðarleika hefði oddvitanum verið í lófa lagið að ítreka beiðnina eða spyrja hvort ég héldi vísvitandi gögnum frá henni. Það hef ég aldrei gert.
4) Ástæða þess að ráð og nefndir hafa ekki fundað í sumar er einfaldlega sumarleyfi embættismanna og starfsmanna bæjarins. Um þetta hefur öll bæjarstjórn verið meðvituð um og allir ráðs- og nefndarmenn bæjarins.

Njáll Ragnarsson