Guðný Bogadóttir yfirhjúkrunarfræðingur heilsugæslu HSU í Vestmannaeyjum sendi okkur þessar upplýsingar um gang mála í bólusetningum í Vestmannaeyjum. Í síðustu viku var verið að bólusetja grunnskólabörn, fólk í elstu aldurshópum,  skjólstæðinga dagdvalar og heimahjúkrunar og boðið upp á örvunarskammta handa þeim sem fengið hafa Janssen eða einungis fengið 1 bólusetningu með pfizer eða Astra Zenica.

Ekki eru áætlaðar hópbólusetningar næstu 2 vikur. Ef einstaklingar óska eftir bólusetningu fyrir þann tíma,  til dæmis börn sem gátu ekki mætt í bólusetningar í síðustu viku,  fólk sem á eftir að fá seinni örvunarskammt eða af öðrum orsökum,  þá er þeim bent á að hafa samband við heilsugæslu, sími 4322500 og láta vita af sér og mun heilsugæslan reyna að koma á móts við óskir þessara einstaklinga.

Til upplýsinga þá þurfa að líða 3 mánuðir frá því að einstaklingur fær covid og þar til hann fær örvunarskammt. Þrír mánuðir þurfa að líða frá seinni bólusetningu með pfizer eða Astra Zenica þar til  að einstaklingar 70 ára og eldri fá 3ja örvunarskammt og 6 mánuðir fyrir fólk 60 + og heilbrigðisstarfsfólk. Fólk mun fá boð í bólusetningar.

Uppbyggingarsjóður
Framtíðarstarf í Vinnslustöðinni