Þriðjudaginn 20.júlí voru á skrifstofu Vegagerðarinnar opnuð tilboð í verkið “Lenging Norðurgarðs 2020 þekja og lagnir”.Málið var til umfjöllunar á fundi framkvæmda og hafnarráðs í vikunni. Útboðið var opið og auglýst á heimasíðu Vegagerðar og útboðsvef um opinber útboð www.utbodsvefur.is.
Eftirtalin tilboð bárust:
Heimdallur ehf. 79.670.200 kr.
Stálborg ehf. 55.218.650 kr.
HS vélaverk ehf 48.894.560 kr.
Áætlaður verktakakostnaður 49.248.530 kr.

Tilboðin hafa verið yfirfarin og leiðrétt eftir því sem við á. Vegagerðin leggur til að gengið
verði til samninga við lægstbjóðanda.

Annað verk var einnig til umfjöllunar á fundi ráðsins en um var að ræða niðurstöður verðkönnunar vegna uppsetningar á fórnarskautum á Skipalyftukant. Niðurstöðurnar voru eftirfarandi:
Sjótækni 7.736.500 kr.
Köfunarþjónustan 9.041.793 kr.
Köfunarþjónusta Sigurðar 7.316.000 kr.
Gelp 3.454.640 kr.
Vegagerðin leggur til að gengið verði til samninga við Gelp ehf.

Ritstj