Vestmannaeyjahlaup verður haldið í ellefta sinn laugardaginn 4. september. Eins og á síðasta ári verður boðið upp á 5 km og 10 km. Rásmark verður við Íþróttamiðstöðina og hefjast bæði hlaupin kl. 13:00. Sameiginleg upphitun hefst kl. 12:35. Keppnisnúmer og gögn eru afhent milli kl. 18-20 föstudagskvöldið 3. september eða morguninn fyrir hlaup í Íþróttamiðstöðinni.

Eitt þátttökugjald er í hlaupið, óháð vegalengd, 3.000 kr. Hlauparar fæddir 2006 og síðar (15 ára og yngri) fá frítt í hlaupið. Verðlaun verða fyrir fyrstu þrjú sætin í kvenna og karlaflokki í 5 og 10 km. Sú nýung verður í ár að keppt er einnig í aldursflokkum. 15 ára og yngri, 16-20 ára á árinu, 21-30 ára, 31-40, 41-50, 51-60, 61-70 og 71 ára og eldri. Fyrsti einstaklingur í kvenna og karlaflokki fær verðlaun.

Síðasti dagur til að skrá sig í Vestmannaeyjahlaupið er í dag að sögn Magnúsar Bragasonar eins af skipuleggjendum hlaupsins. Hann segir að undirbúningshópur vonist eftir að 120 manns muni taka þátt. “Spáð er góðu hlaupaveðri. Allir eru velkomnir að taka þátt,” sagði Magnús.
Skráning er hér: