Vestmannaeyjabær
Fyrir mig hafa það verið algjör forréttindi að fá að búa á stað eins og hér á Heimaey. Ég hef fengið að upplifa nálægðina við náttúruna, bæði í eggjatöku og lundaveiði og svo á sjónum enda verið trillukarl í næstum 34 ár. Heimaey er svolítið dæmigerður staður á landsbyggðinni þar sem nándin er mikil og […]
Í deild hinna bestu á ný

Eyjamenn sigruðu Þrótt á Hásteinsvelli í dag 3-2. Mörk ÍBV skoruðu Guðjón Pétur Lýðsson, Seku Conneh og Ísak Andri Sigurgeirsson. Með sigrinum tryggði lið ÍBV sér sæti í Pepsi Max deildinni að ári. Rúmlega 500 manns voru á Hásteinsvelli í dag sem verður að teljast með betra móti. Eiður Aron Sigurbjörnsson fyrirliði ÍBV hefur átt […]
Frambjóðendur Vinstri grænna í Suðurkjördæmi í heimsókn í Eyjum

Frambjóðendur Vinstrihreyfingarinnar- græns framboðs voru í heimsókn í Vestmannaeyjum sl. fimmtudag. Þau heimsóttu ýmis fyrirtæki, stór og smá og kynntu sér starfsemi þeirra. Þá spjölluðu þau og hlustuðu á raddir Eyjafólks víða um bæinn, við verslanir og á öðrum stöðum þar sem fólk kemur saman. Frambjóðendurnir fengu afar góðar móttökur, bæði hjá fyrirtækjunum sem þau […]
Myndir frá flugslysaæfingu

Flugslysaæfing fór fram í dag og í gær á vegum Ísavia á flugvellinum í Vestmannaeyjum. Æfingar sem þessar eru gerðar með reglulegu millibili. Að æfingunni koma allir viðbragðsaðilar í Vestmannaeyjum æfingin hófst með svo kallaðari borðæfingu í gær og hélt svo áfram í með með aðeins tilkomumeiri sjón í dag. Óskar Pétur var að sjálfsögðu […]
Hoppukastalar, pylsur, ís og sæti í efstu deild í boði

Í dag fá ÍBV strákarnir Þrótt í heimsókn, með sigri tryggja þeir sig upp í Pepsi Max deildina á næsta ári. Gleðin hefst klukkan 13:00 og verða hoppukastalar, grillaðar pylsur og gefins ís, en leikurinn hefst svo klukkan 14:00 Frítt er á leikinn í boði Ísfélagsins sem býður einnig upp á veitingarnar ásamt Heildsölu Karls […]
Heiður sé sjógörpunum Hilmari og Tedda

„Það hefur verið bæði fróðlegt og ánægjulegt að fara yfir sögu Hilmars Rósmundssonar og Theodórs Ólafssonar sem gerðu út Sæbjörgu VE 56. Þeir náðu ásamt áhöfn ótrúlegum árangri á litlum bát þegar þeir á árunum 1967 og 1968 voru aflahæstir á vertíð í Vestmannaeyjum. Slógu svo öllum við og voru hæstir yfir landið allt 1969. […]