Eyjamenn sigruðu Þrótt á Hásteinsvelli í dag 3-2. Mörk ÍBV skoruðu Guðjón Pétur Lýðsson, Seku Conneh og Ísak Andri Sigurgeirsson. Með sigrinum tryggði lið ÍBV sér sæti í Pepsi Max deildinni að ári. Rúmlega 500 manns voru á Hásteinsvelli í dag sem verður að teljast með betra móti.

Eiður Aron Sigurbjörnsson fyrirliði ÍBV hefur átt gott tímabil og verið einn albesti maður Lengjudeildarinnar og er án efa eftirsóttur leikmaður. Í viðtali við vefmiðilinn fotbolti.net eftir leikinn segir Eiður að hann sé ekki að fara að spila með neinu öðru liði á Íslandi og hann verði að óbreyttu með ÍBV í PepsiMax deildinni næsta sumar.

Meistaraflokkar ÍBV, karla og kvenna, í handbolta og fótbolta leika því öll í deildum þeirra bestu. Til hamingju ÍBV.

Uppbyggingarsjóður
Framtíðarstarf í Vinnslustöðinni