Í dag klukkan 11:00 höfðu 100 manns kosið utan kjörfundar hjá embætti sýslumanns í Vestmannaeyjum frá því að atkvæðagreiðslan hófst þann 13. ágúst sl.

Utankjörfundaratkvæðagreiðsla fer fram á skrifstofu sýslumanns við Heiðarveg 15. Opið er alla virka daga, klukkan 09:15-15:00 mánudaga til fimmtudaga og föstudaga klukkan 09:15-14:00.

Kosið verður á Hraunbúðum á morgun 15. september og á HSU 16. september. Eigi kjósandi ekki kost á að greiða atkvæði á stofnunum samanber framangreint og getur heldur ekki sótt kjörfund á kjördegi vegna sjúkdóms, fötlunar eða barnsburðar, er honum heimilt að greiða atkvæði í heimahúsi.

Jóla Fylkir 2021
Fjölbraut við Ármúla

Ósk um að greiða atkvæði í heimahúsi skal vera skrifleg og skal beiðni berast sýslumanni eigi síðar en tveimur dögum fyrir kjördag. Eyðublað til að óska eftir kosningu í heimahúsi er aðgengilegt á vefsíðunni www.kosning.is