Kynningarfundur Olís- og Grill 66 deildanna í handbolta fór fram í dag, fyrir fundinn kusu þjálfarar, leikmenn og formenn deildanna um árangur liðanna í deildunum í vetur.
Kvenna liði ÍBV er spáð 5. sætinu í í Olís deild kvenna en Fram er spáð sigri, nýliðum Aftureldingar er spáð falli.
Karlalið ÍBV hafnaði í 3. sæti í spánni en Valsmönnum er spáð sigri í Olís deild karla en samkvæmt spánni munu Haukar fylgja þeim fast á eftir. Nýliðum HK og Víkingur er spáð falli.
Spá formanna, þjálfara og fyrirliða má sjá hér að neðan.

Spá fyrir Olís deild kvenna:
1. Fram – 127 stig
2. Valur -126 stig
3. KA/Þór – 118 stig
4. Stjarnan – 99 stig
5. ÍBV – 82 stig
6. HK – 50 stig
7. Haukar – 47 stig
8. Afturelding – 23 stig

Spá fyrir Olís deild karla:
1. Valur – 348 stig
2. Haukar – 333 stig
3. ÍBV 273 – stig
4. FH – 258 stig
5. Stjarnan – 246 stig
6. KA – 209 stig
7. Afturelding – 189 stig
8. Selfoss – 187 stig
9. Fram – 131 stig
10. Grótta – 99 stig
11. HK – 57 stig
12. Víkingur – 46 stig