Framkvæmdastjóri fjölskyldu- og fræðslusviðs og yfirfélagsráðgjafi kynntu á fundi fjölskyldu- og tómstundaráðs í vikunni stöðu sérstaks húsnæðisstuðnings sem tekjulágir einstaklingar geta sótt um sem viðbót við hefðbundnar húsaleigubætur. Nokkur aukning hefur orðið á síðustu fjórum árum, á fjölda þeirra sem fá greiddan sérstakan húsnæðisstuðning sem og hærri greiðslur. Sem dæmi má nefna að árið 2018 var greitt út á meðaltali um 253 þúsund á mánuði vegna sérstaks húsnæðisstuðnings en á þessu ári um 699 þúsund á mánuði. Má rekja það til hækkunar á húsaleiguverði í Vestmannaeyjum sem og fjölgun einstaklinga sem eru á leigumarkaði. Reglur um sérstakan húsnæðisstuðning sveitarfélgsins skulu endurskoðaðar eigi síðar en á tveggja ára fresti en síðasta endurskoðunin fór fram í janúar 2020.