Skemmtileg dagskrá verður í Einarsstofu í dag laugardag klukkan 13:00 í tilefni af Degi íslenskrar náttúru. Ræðumenn eru þeir Nicholai Xuereb, meistaranemi í sjávarlíffræði og áhugaljósmyndari og Rodrigo A. Martinez katalónskur umhverfissinni og náttúrusérfræðingur. En umræðuefnið er hvalir og fuglar í vistkerfinu í Vestmannaeyjum. Erindið verður á ensku en útdrætti á íslensku verður dreift til gesta. Á sama tíma opna þeir félagar ljósmyndasýningu með myndum sem þeir hafa tekið af náttúrunni við Eyjar.