Appel­sínu­gul veður­við­vörun verður í gildi í dag á höfuð­borgar­svæðinu, Suður­landi, Faxa­flóa, Vest­fjörðum, Aust­fjörðum, Suð­austur­landi og Mið­há­lendinu. Gul veður­við­vörun verður í gildi á Ströndum, Norður­landi vestra, Norður­landi eystra og Austur­landi að Glettingi. Meðal vindhraði fór í 30 m/s á Stórhöfða klukkan sjö í morgunn og 42 m/s í hviðum. Herjólfur fór fyrri ferð sína í morgunn til Þorlákshafnar en von er á tilkynningu fyrir kl. 15:00 í dag hvað varðar seinni ferðina.

Á Suður­landi er spáð suð­vestan 20 til 28 metrum á sekúndu. Mjög snarpar vind­hviður verða við fjöll, allt að 40 metrar á sekúndu undir Eyja­fjöllum. Lé­legt skyggni verður og slæmt ferða­veður á meðan við­vörunin er í gildi. Fólki er bent á að huga að lausum munum.

SKL jól