Þriggja vikna loðnu­leiðangri skipa Haf­rann­sókna­stofn­un­ar lauk í gær. Loðnu varð vart víða á svæðinu við Aust­ur-Græn­land, mesti þétt­leik­inn var um miðbik svæðis­ins, en minnst fannst á svæðinu norðan­verðu, sam­kvæmt upp­lýs­ing­um Guðmund­ar Óskars­son­ar, sviðsstjóra upp­sjáv­ar­sviðs. Á næstu dög­um verður unnið úr gögn­um og ráðgjöf um veiðar eft­ir ára­mót gæti legið fyr­ir seinni hluta næstu viku.

Mæl­ing­ar á loðnu­stofn­in­um voru unn­ar í sam­vinnu Íslend­inga og Græn­lend­inga, sem leigðu Árna Friðriks­son til þátt­töku í verk­efn­inu. Árni Friðriks­son, sem kannaði norður­svæðið, kom til Hafn­ar­fjarðar í gær, en Bjarni Sæ­munds­son á miðviku­dag. Að sögn Guðmund­ar gekk leiðang­ur­inn í heild­ina vel, en nokkr­ar taf­ir urðu vegna veðurs á suður­svæðinu. Alls sigldu rann­sókna­skip­in um sjö þúsund sjó­míl­ur í leiðangr­in­um.

Meg­in­mark­miðið var mæl­ing á stærð veiðistofns loðnu sem ætla má að komi til hrygn­ing­ar í vet­ur og mæl­ing á magni ung­loðnu, sem verður uppistaðan í veiðistofni 2023. Mæl­ing­ar á ung­loðnu haustið 2020 leiddu til þess að gef­inn var út upp­hafskvóti fyr­ir vertíðina 2022 upp á 400 þúsund tonn.

Vísi­tala ung­loðnu í leiðangr­in­um fyr­ir ári var sú næst­hæsta frá upp­hafi slíkra mæl­inga. Ef ekki væri varúðarnálg­un í afla­reglu upp á fyrr­nefnd 400 þúsund tonn hefði upp­hafskvót­inn verið mun hærri.