Fjórir flokkar óskuðu eftir því að atkvæði í Suðurkjördæmi yrðu talin aftur, Sjálf­stæð­is­flokk­ur, Pír­at­ar, Sós­í­al­ist­a­flokk­ur og VG. Talningin fór fram í gærkvöldi. Engar vísbendingar voru uppi um villu í talningu. Aðeins sjö atkvæðum munaði á fulltrúum Vinstri grænna og Miðflokksins í kjördæminu. Vinstri græn náðu engum kjördæmakjörnum fulltrúa inn í kjördæminu. Endurtalningu atkvæða í Suðurkjördæmi var lokið rétt fyrir miðnætti í nótt. „Að lokinni tvöfaldri endurtalningu atkvæða í Suðurkjördæmi er niðurstaðan nákvæmlega sú sama og við kynntum í fyrrinótt,“ sagði Þórir Haraldsson, formaður yfirkjörstjórnar í samtali við fréttastofu RÚV.

Lokatölur í Suðurkjördæmi:

Talin voru 30.381 atkvæði. Auðir seðlar voru 595 og ógildir seðlar voru 73.

B-listi, Framsóknarflokkur: 7.111 atkvæði – 23,9% og þrír þingmenn
C-listi, Viðreisn: 1.845 atkvæði – 6,21% og og einn jöfnunarþingmaður
D-listi, Sjálfstæðisflokkur: 7.296 atkvæði – 24,55% og þrír þingmenn
F-listi, Flokkur fólksins: 3.837 atkvæði – 12,91% og einn þingmaður
J-listi, Sósíalistaflokkur Íslands: 1.094 atkvæði – 3,68% og enginn þingmaður
M-listi, Miðflokkur: 2.207 atkvæði – 7,43% og einn þingmaður
O-listi, Frjálslyndi lýðræðisflokkurinn: 193 atkvæði – 0,65% og enginn þingmaður
P-listi, Píratar: 1.660 atkvæði – 5,59% og enginn þingmaður
S-listi, Samfylking: 2.270 atkvæði – 7,64% og einn þingmaður
V-listi, Vinstrihreyfingin-grænt framboð: 2.200 atkvæði – 7,40% enginn þingmaður.
Kjördæmakjörnir þingmenn:

Guðrún Hafsteinsdóttir, Sjálfstæðisflokki
Sigurður Ingi Jóhannsson, Framsóknarflokki
Ásthildur Lóa Þórsdóttir, Flokki fólksins
Vilhjálmur Árnason, Sjálfstæðisflokki
Jóhann Friðrik Friðriksson, Framsóknarflokki
Ásmundur Friðriksson, Sjálfstæðisflokki
Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir, Framsóknarflokki
Oddný Harðardóttir, Samfylkingu
Birgir Þórarinsson, Miðflokki
Jöfnunarþingmaður: Guðbrandur Einarsson, Viðreisn