Fræðslufulltrúi fór á fundi fræðsluráðs í gær yfir stöðu á biðlista leikskólanna og áætlun um inntöku næstu mánuði. Eftir því sem fram kom eru 11 börn, fædd 2020, á biðlista og 12 börn fædd 2021. Að auki eru eldri börn sem bíða eftir flutningi milli leikskóla. Ráðið þakkaði yfirferðina og mun taka málið upp aftur á næsta fundi.