Ráðleggja veiðar á allt að 904.200 tonnum af loðnu

0
Ráðleggja veiðar á allt að 904.200 tonnum af loðnu
Af loðnumiðunum Mynd: Óttar Steingrímsson

Haf­rann­sókna­stofn­un ráðlegg­ur veiðar á allt að 904.200 tonn­um af loðnu fyr­ir kom­andi vertíð. Und­an­far­in ár hafa verið frek­ar rýr og því um tölu­verða aukn­ingu að ræða frá síðustu vetri en þá var kvót­inn 127.300 tonn. Þetta kom fram á fundi Haf­rann­sókna­stofn­un­ar í dag.

Í upp­hafs­ráðgjöf sem veitt var í des­em­ber á síðasta ári, sem byggði á mæl­ing­um á ókynþroska ung­loðnu í sept­em­ber 2020, var talað um veiðar á allt að 400 þúsund tonn­um fyr­ir kom­andi vertíð. Þeirri ráðgjöf var þó tekið með mikl­um fyr­ir­vara í ljósi þeirra óvissu tengsla sem ríkja milli ung­loðnu og veiðistofns ári síðar.

Frumniður­stöður úr loðnu­leiðangri haf­rann­sókna­skip­anna Árna Friðriks­son­ar og Bjarna Sæ­munds­son­ar fyrr í mánuðinum virt­ust síðan staðfesta þær vænt­ing­ar sem hafa verið upp á ten­ingn­um varðandi kom­andi vertíð.