Það er nóg um að snúast hjá handknattleiksdeild ÍBV þessa dagana en Eyjablikksmótið verður haldið í Vestmannaeyjum helgina 8.-10. október. Mótið er fyrsta mót af Íslandsmótum vetrarins hjá 5.flokkum eldri, karla og kvenna.

Von er á u.þ.b. 350 iðkendum á mótið, 39 lið frá 13 félögum og leikirnir verða 81 talsins. Leikið er frá 15:20 á föstudag og síðustu leiki klárast um 13:20 á sunnudag. Það verður því nóg um að vera í Íþróttamiðstöðinni um helgina og búist er við miklu fjöri eins og venjulega.