Glöggir eyjaskeggjar urðu eflaust hissa þegar þeir sáu tvær ungar konur vafra um eyjuna i hlébarðabúningum um þetta leyti á síðasta ári. Hljómsveitin Ultraflex var hér a ferðinni við upptökur á tónlistarmyndbandi við lagið þeirra Papaya.

“Þetta var í fyrsta skipti sem við komum til Eyja og þegar við sáum sólina skína á klettana úr Herljólfi bölvuðum við því að hafa ekki skipulaggt tónlistar-myndbandstökur í fríinu okkar. Eftir smá stund kom glott á Kari og hún trúði mér fyrir því að hún væri fyrir tilviljun með hlébarðabúningana í töskunni. Þannig æxlaðist það að við stilltum símanum upp hér og þar í Heimaey og þetta varð afraksturinn. Við urðum hugfangnar af náttúrufegurðinni og munum aldrei gleyma þessum degi sem við eyddum í hlébarðabúningum í Vestmannaeyjum.” sagði Katrín Helga Andrésdóttir annar meðlimur sveitarinnar í samtali við Eyjafréttir.

 

Safnahús KRÓ