Bleikur október er haldinn hátíðlegur ár hvert hér á landi við góðar undirtektir landsmanna. Þetta árið verður ýmislegt í boði fyrir Eyjamenn í október. Um helgina bíður bíóið okkur á Stellu í orlofi kl 20:00 á laugardag og sunnudag kl 17:00 allur ágóði af miða- og vörusölu rennur beint til Krabbavarnar.

Þóra Hrönn hjá Kubuneh er með bleikar vörur í boði og ágóðinn af þeirri sölu rennur til krabbavarnar, ef þið eigið ekkert bleikt þá er tilvalið að kíkja til hennar.

Bleikt boð verður 14. október á Einsa Kalda kl. 19:00. Helga og Arnór ætla að gleðja okkur með tónlist, verð 5.000. Innifalið er happadrætti verður með veglegum vinningum. Gíslína verður þar með myndir sem hún hefur tileinkað bleikum október, þetta eru 20 myndir 31×31 myndirnar eru númeraðar og verða ekki framleiddar fleiri slíkar myndir. Hluti af myndum rennur til krabbavarnar.

Bleiki dagurinn er 15.okt við hvetjum alla til að gera daginn sem bleikastan með allskonar … bleikur fatnaður, bleikt skraut, bleikt meðlæti með kaffinu og sv.frv.

Einhverjar verslandir verða með afslátt þennan dag og 900 Grillhús verður með tilboð á sóttum pizzum og rennur ágóðinn til Krabbavarnar.