Útgjaldajöfnunarframlög Jöfnunarsjóðs fyrir árið 2021 hækkuð um einn milljarð

Samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra hefur samþykkt tillögu ráðgjafarnefndar Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga um að hækka útgjaldajöfnunarframlög sjóðsins vegna ársins 2021 um einn milljarð króna. Áætlað útgjaldajöfnunarframlag skv. A-hluta framlaganna nemur því 10.200 m.kr. Áætlað framlag vegna B-hluta útgjaldajöfnunarframlaga ársins nemur 575 m.kr. en í lok ársins verður úthlutað 175 m.kr. á grundvelli umsókna frá sveitarfélögum vegna íþyngjandi kostnaðar […]
Tíu í einangrun – Flest smitanna tengjast ferðum erlendis

Davíð Egilsson, yfirlæknir og svæðislæknir sóttvarna hjá HSU Vestmannaeyjum segir stöðuna á Covid-19 í Eyjum hafa verið ágæta undanfarið. “Það hafa verið að detta inn eitt og eitt smit og mest voru á sama tíma 13 skráðir í einangrun í síðustu viku. Í dag 11. október eru tíu skráðir í einangrun. Flest smitanna tengjast ferðum erlendis […]
Bíða með þátttöku í húsnæðissjálfseignarstofnun

Á fundi stjórnar Samband íslenskra sveitarfélaga sem haldinn var 24. september sl., var fjallað um verkefni sem snúa að uppbyggingu íbúðarhúsnæðis á landsbyggðinni. Fjölskyldu- og tómstundaráð fjallaði um málið í vikunni sem leið. Kynnt var hugmynd sem Húsnæðis- og mannvirkjastofnun hefur mótað og felur í sér að setja á fót húsnæðissjálfseignarstofnun (hses.) er starfi á […]