Á fundi stjórnar Samband íslenskra sveitarfélaga sem haldinn var 24. september sl., var fjallað um verkefni sem snúa að uppbyggingu íbúðarhúsnæðis á landsbyggðinni. Fjölskyldu- og tómstundaráð fjallaði um málið í vikunni sem leið. Kynnt var hugmynd sem Húsnæðis- og mannvirkjastofnun hefur mótað og felur í sér að setja á fót húsnæðissjálfseignarstofnun (hses.) er starfi á landsbyggðinni.

Markmið þessa nýja aðila verði að stuðla að uppbyggingu almennra íbúða þar sem þess er þörf utan höfuðborgarsvæðis og vaxtarsvæða, í þágu tekjulágra hópa á vinnumarkaði og þeirra hópa sem sveitarfélög bera sérstakar lagaskyldur gagnvart, m.a. fötluðu fólki. Í samræmi við bókun stjórnar sambandsins er óskað eftir því að sveitarstjórnir á landsbyggðinni taki afstöðu til hugmyndarinnar og upplýsi sambandið um hana fyrir lok október.

Í niðurstöður ráðsins kemur fram að fjölskyldu- og tómstundaráð sem heldur m.a. utan um húsnæðismál sveitarfélagsins tekur ekki illa í meðfylgjandi hugmynd en vill sjá þróun á verkefninu áður ef afstaða er tekin til frekari þátttöku. Ráðið bendir á að Vestmannaeyjabær hefur þegar fjárfest í 10 íbúðum fyrir fatlað fólk sem verða teknar til notkunar á næstunni sem og samþykkt að fjölga leiguíbúðum innan félagslega kerfisins.