Guðmundur Vignir Sigurðsson barnalæknir með áherslu á meltingarsjúkdóma barna hefur verið ráðinn til starfa við Heilbrigðisstofnun Suðurlands  og bjóðum við hann velkominn.

Áætlað er að hann muni koma til Vestmannaeyja einu sinni í mánuði, fyrsta koma dagana 18 og 19 október.   Þessa daga er fólki boðið að panta tíma í síma 4322500 án tilvísana en framvegis þarf tilvísun frá lækni fyrir komu til barnalæknis.