Það er skammt stórra högga á milli hjá veitingamanninum Gísla Matthíasi Auðunssyni, kokki og eiganda veitingastaðarins Slippsins, þessa dagana. Ekki bara sá hann um matinn í veislu til heiðurs Friðriki krónprins Danmerkur á Bessastöðum í gærkvöldi heldur birtist stór umfjöllun um Gísla og feril hans á matarvef BBC sama dag.

Í greininni er fjallað um Slippinn og sögu hans ásamt því að farið er yfir áhugvavert val Gísla á hráefnum og matargerð. Greinina má finna hér.

Safnahús KRÓ