Blátindur VE 21 og örlög hans voru til umræðu á fundi framkvæmda og hafnarráðs í vikunni. Þann 5.október sl. fór fram fundur þar sem fulltrúar Vestmannaeyjabæjar og Minjastofnunar fóru yfir stöðuna á MB Blátindi. Fram kom í máli fulltrúa Minjastofnunar að gera þyrfti varðveislumat á bátnum og var samþykkt að slíkt mat yrði gert. Fundaraðilar voru sammála að ef kæmi til endurbyggingar MB Blátinds þyrftu aðrir aðilar en sveitarfélagið að koma að því verki.