Þróun og framtíðarsýn Vestmannaeyjahafnar var til umræðu á fundi framkvæmda og hafnarráðs á þriðjudag. Þann 8.sept. og 12.okt sl. var fundað með fulltrúum Vegagerðarinnar vegna rannsókna á aðstæðum innan hafnar ef breytingar yrðu gerðar á Hörgeyrargarði en Vegagerðin er að safna gögnum og skoða áhrif þessara aðgerða. Verða næstu mánuðir notaðir í að skoða þessar hugmyndir.

Ráðið fól starfsmönnum sviðsins að koma á fundi með fulltrúum Eimskip og Samskip með ráðinu og fulltrúum Vegagerðarinnar til að fá fram sjónarmið útgerðanna. Einnig að ræða við útgerðir í Vestmannaeyjum varðandi framtíðarsýn hafnarinnar.