Fiski­stofa hef­ur út­hlutað veiðiheim­ild­um í loðnu vegna kom­andi vertíðar í sam­ræmi við afla­marks­hlut­deild út­gerða. Farið var yfir úthlutunina á vef mbl.is í morgun. Ísfé­lag Vest­manna­eyja er með stærsta hlut­inn eða 19,99% og er fyr­ir­tæk­inu því heim­ilt að veiða 125.313 tonn. Þrjú fyr­ir­tæki og tengd fé­lög fara með 56,48% af loðnu­kvót­an­um.

Heild­arafli vertíðar­inn­ar má verða allt að 904.200 tonn og af þessu hef­ur 626.975 tonn­um nú verið út­hlutað til ís­lenskra skipa. Um er að ræða sögu­lega vertíð þar sem ekki hef­ur sam­bæri­legt magn veitt af loðnu frá alda­mót­um. Alls hef­ur verið út­hlutað veiðiheim­ild­um til 12 fyr­ir­tækja en tvö þeirra eru að fullu eða að mikl­um hluta í eigu annarra út­gerða.

Næst mest hef­ur verið út­hlutað til Síld­ar­vinnsl­unn­ar hf. og tengdra fé­laga eða 18,49% hæut sem ger­ir 115.939 tonn, þar ef er 15.674 tonn­um út­hlutað til Run­ólfs Hall­freðsson­ar ehf. en Síld­ar­vinnsl­an fer með 87,6% hlut í því fé­lagi. Þétt á eft­ir kem­ur Brim hf. með 112.856 tonn eða 18% afla­hlut­deild.

Sam­an­lagt búa Ísfé­lag Vest­manna­eyja hf., Síld­ar­vinnsl­an hf. auk tengdra fé­laga og Brim hf. yfir heim­ild­um fyr­ir 354.108 tonn­um af loðnu eða 56,48% af þeirri loðnu sem ís­lensk­um skip­um verður heim­ilt að veiða.

Fjórða mesta magnið af hlut Íslend­inga fær Vinnslu­stöðin hf. og tengd fé­lög og nem­ur hlut­ur­inn 77.298 tonn­um eða 12,33%. Þar af hef­ur Hug­inn ehf., dótt­ur­fé­lag Vinnslu­stöðvar­inn­ar, fengið út­hlutað 8.773 tonn­um.

Sam­herji Ísland ehf. fékk út­hlutað 57.648 tonn­um eða 9,19% hlut, Eskja hf. hlaut 55.212 tonn eða 8,81% og Skinn­ey-Þinga­nes hf. 51.010 tonn sem gera 8,14%.

Áttunda mesta magnið hlaut Gjög­ur hf. og hef­ur fyr­ir­tækið heim­ild til veiða á 16.652 tonn­um af loðnu sem er 2,66% af út­hlutuðu afla­marki. Þá fékk Loðnu­vinnsl­an hf. 10.972 tonn í sinn hlut sem er 1,75% af út­hlutuðu afla­marki. Í tí­unda sæti er síðan Rammi hf. með 0,65% eða 4.075 tonn.