Íva Brá Guðmundsdóttir og Inga Kristjánsdóttir Sigurz eru báðar við æfingar hjá U16 landsliði Íslands í fótbolta þessa dagana. Stelpurnar voru tvær af um þrjátíu stelpum sem eru nú við æfingar með liðinu.
Fjórar stelpur frá ÍBV hafa verið valdar til að taka þátt í hæfileikamótun KSÍ sem er fyrir stúlkur fæddar 2007 og 2008. Stúlkurnar sem um ræðir eru Ásdís Halla Hjarðar, Birna María Unnarsdóttir, Elísabet Rut Sigurjónsdóttir og Erna Sólveig Davíðsdóttir. Stúlkurnar léku allar með 4. flokki félagsins í sumar og stóðu sig virkilega vel ásamt öllu liði þeirra, sem komst í undanúrslit Íslandsmótsins. Einn drengur var einnig valinn í hæfileikamótun það var hann Kristján Logi Jónsson. Hann lék einnig með 3. og 4. flokki karla í sumar og var valinn efnilegasti leikmaðurinn í 4. flokki á lokahófi ÍBV.

Þjálfarar u-15, u-16, u-18 og u-20 ára karlalandsliða Íslands í handbolta hafa tilkynnt hópa fyrir komandi verkefni hjá liðunum. Helgina 5.-7. nóvember æfa u-15 og u-16 ára landslið karla á höfuðborgarsvæðinu en u-18 og u-20 ára landsliðin leika utan landssteinanna.

ÍBV á 2 fulltrúa í u-15:
Andri Magnússon
Elís Þór Aðalsteinsson
U-18 ára landslið karla tekur þátt í Pierre Tiby mótinu í París í Frakkland en þar leikur liðið gegn heimamönnum auk Króata og Ungverja. Liðið heldur utan 3. nóvember og kemur aftur heim 7. nóvember.
ÍBV á 2 fulltrúa í u-18:
Andrés Marel Sigurðsson
Elmar Erlingsson
U-20 ára landslið karla leikur tvo vináttulandsleiki gegn Dönum en liðið dvelur í Ishøj á meðan ferðinni stendur. Liðið verður í Danmörku frá 4. – 7. nóv, leikirnir fara fram 5. og 6. nóvember.
ÍBV á 2 fulltrúa í u-20:
Arnór Viðarsson
Gauti Gunnarsson