Þungi er sett­ur í sam­göngu­mál í álykt­un­um þings Fjórðungs­sam­bands Vest­fjarða sem haldið var á Ísaf­irði um helg­ina. Sveit­ar­stjórn­ar­menn vestra telja mik­il­vægt að fá nýja ferju til sigl­inga yfir Breiðafjörð í stað þess Bald­urs sem nú er í út­gerð. Nú­ver­andi ferja anni ekki eft­ir­spurn og ör­yggi farþega sé ekki tryggt.

Að mati Fjórðungs­sam­bands­ins verður ekki unað við þá ákvörðun Vega­gerðar­inn­ar að fram­lengja gild­andi samn­ing við Sæ­ferðir – jafn­vel fram til vors 2023 – um að nú­ver­andi ferja verði áfram notuð til sigl­inga yfir fjörðinn. Skýr krafa sveit­ar­fé­laga á Vest­fjörðum sé að út­búa gamla Herjólf svo að skipið geti lagst að bryggju í Flat­ey á Breiðafirði og á Brjáns­læk – og verði notaður í Breiðafjarðarferðir uns ný ferja fæst. Gamli Herjólf­ur hef­ur síðastliðin tvö ár verið bund­inn við bryggju í Eyj­um og er til þrauta­vara fyr­ir ferj­una sem kom 2019.

Ferj­an er grunnstoð

Fyr­ir­séð þykir að nú þegar Dýra­fjarðargöng eru til­bú­in og unnið er að vega­gerð á Dynj­and­is­heiði muni um­ferð um sunn­an­verða Vest­f­irði aukast. Í því efni eru ferj­an Bald­ur og sigl­ing­ar henn­ar að mati Fjórðungsþings grunnstoð í sam­göngu­mál­um Vest­f­irðinga. Þau verði líka að skoðast í sam­hengi við at­vinnu­hætti.

Til­greind er í álykt­un­um þörf á vega­bót­um og jarðganga­gerð auk þess sem Vega­gerðin þurfi að efla vetr­arþjón­ustu. Lok­an­ir vega vegna veðurs og nú­ver­andi skipu­lag vetr­arþjón­ustu sé hindr­un. Fisk­eldið vestra skili millj­örðum króna í verðmæti í þjóðarbúið. Inn­an fimm ára megi reikna með að árs­fram­leiðsla í sjókvía­eldi á svæðinu verði yfir 50 þúsund tonn, helm­ingi meiri en nú. Flutn­ing­ar afurða og aðfanga muni því enn aukast. Viðhald og end­ur­bæt­ur vega­kerf­is­ins þurfi að taka mið af því.