Herrakvöld knattspyrnudeildar ÍBV fór fram í Höllinni föstudagskvöldið. Góður andi var í húsin en margir gesta höfðu ekki komið í Höllina um langt skeið. Veislustjórn var í höndum Rikka G og fórst það íþróttalýsandanum vel úr hendi. Júníus Meyvant sá um tónlistaratriði og var enginn svikinn af því frekar en veitingum frá Einsa Kalda. Á dagskrá voru einnig heimatilbúin skemmtiatriði í bland við happdrætti, uppboð og ýmislegt fleira. Óskar Pétur mætti að sjálfsögðu á staðinn og tók þessar myndir.