Kjara­mál­in mun vænt­an­lega bera hæst, sem og ör­ygg­is­mál, á þingi Sjó­manna­sam­bands Íslands sem haldið verður á fimmtu­dag og föstu­dag. Kjara­samn­ing­ar sjó­manna við Sam­tök fyr­ir­tækja í sjáv­ar­út­vegi hafa nú verið laus­ir í tæp­lega tvö ár.

Val­mund­ur Val­munds­son, formaður SSÍ, seg­ir í samtali við mbl.is að lítið sé að ger­ast í kjaraviðræðum við Sam­tök fyr­ir­tækja í sjáv­ar­út­vegi (SFS). Hann seg­ir ljóst að verk­falls­boðun verði meðal þess sem rætt verði á þing­inu og fá önn­ur úrræði séu eft­ir til að knýja á um samn­inga. Tíma­setn­ing verk­falls gæti tengst loðnu­vertíðinni sem er fram und­an í vet­ur.

Deilu sjó­manna í SSÍ og SFS var vísað til rík­is­sátta­semj­ara í fe­brú­ar og viku af sept­em­ber slitnaði upp úr viðræðum. Val­mund­ur seg­ir að lög­um sam­kvæmt sé boðað til fund­ar í deil­unni ekki sjaldn­ar en á tveggja vikna fresti. Síðustu fund­ir hafi verið stutt­ir, spurt hvort nokkuð hafi breyst og fundi síðan verið slitið. Nán­ast sé um störu­keppni að ræða.

Hann seg­ir að á síðustu 23 mánuðum hafi lítið gerst í kjara­mál­um sjó­manna annað en að sam­tök þeirra hafi tapað tveim­ur mál­um gegn SFS fyr­ir Fé­lags­dómi, en þau tengd­ust túlk­un á síðasta kjara­samn­ingi. Helstu kröf­ur núna snúi að líf­eyr­is­rétt­ind­um og að mál­um sem aðrir launþegar hafi náð fram með lífs­kjara­samn­ing­um.

Þing Sjó­manna­sam­bands­ins er haldið á tveggja ára fresti, en var frestað um ár í fyrra­haust vegna kór­ónu­veirufar­ald­urs­ins. Á þing­inu verður formaður sam­bands­ins kos­inn og er Val­mund­ur enn sem komið er einn í kjöri, en ekki er um eig­in­leg­an fram­boðsfrest meðal þing­full­trúa að ræða. Val­mund­ur var kos­inn formaður SSÍ í des­em­ber 2014 og tók við for­mennsku af Sæv­ari Gunn­ars­syni.