Leikskóla og daggæslumál voru til umræðu á fundi fræðsluráðs sem fram fór í gær en um var að ræða framhald af 3. máli 349. fundar. Fræðslufulltrúi fór yfir umsóknir um leikskólavistun en þeim hefur fjölgað töluvert frá síðasta fundi fræðsluráðs.

Í niðurstöðu sinni ítrekar fræðsluráð mikilvægi þess að leitað verði allra leiða til að tryggja börnum vistun sem fyrst eftir 12 mánaða aldur. Í því felst að Kirkjugerði taki inn 16 börn á yngstu deildar og samið verði við Sóla, ef þörf krefur, um kaup á viðbótardvalargildum. Fræðslufulltrúa er falið að fylgja málinu eftir ásamt leikskólastjórum. Framkvæmdastjóri geri ráð fyrir aukakostnaði sem þetta leiðir af sér í fjárhagsáætlun næsta árs.