“Við festum kaup á Ösku Hostel núna í september og það verður góð viðbót,” sagði Svava Gunnarsdóttir, sem á og rekur Gistiheimilið Hamar, í samtali við Eyjafréttir. Aska sem stendur við Bárustíg er með 10 herbergi. “Það gerir um 30 rúm í viðbót við þau 80 sem við höfum nú þegar. Við eigum eftir að ákveða hver endanleg ráðstöfun verður en ég reikna með að við rekum þetta frekar sem gistiheimili en farfuglaheimili.” Nánar er rætt við Svövu um ferðasumarið í nýjasta tölublaði Eyjafrétta.